Fræðsla RSS
Casein prótein
Af hverju að nota Casein prótein?? Ef þú stundar mikla hreyfingu eða íþrótt sem krefst mikils álags veistu að matarræðið skiptir miklu máli, bæði hvað varðar árangur jafnt sem andlega og líkamlega vellíðan. Prótein spilar þar stóran þátt, mikilvægt er að fá prótein sem mest úr fæðunni. En gott er að taka það inn sem viðbót þegar æfingarnar eru miklar og álagið er farið að segja til sin. Hvers vegna? Jú, prótein byggir upp vöðvana, gerir þá stærri og sterkari, auk þess hraðar það endurbatanum á milli æfinga. Sem þýðir að þú getur æft meira og oftar og ert fljótari...
Hvers vegna er svefn mikilvægur fyrir heilsuna?
Góður og reglulegur svefn er afar mikilvægur, bæði fyrir líkamlega og ekki síður andlega heilsu. Þegar við sofum hvílist líkaminn og endurbætir sig. Taugakerfið endurnærist og líkaminn framleiðir vaxtarhormón. Framleiðsla vaxtarhormónsins er afar mikilvæg fyrir heilbrigða líkamsstarfemi, sérstaklega fyrir börn og unglinga því þau stýra vexti, en hraða endurnýjun frumna hjá þeim sem eldri eru. Má því segja að góður svefn stuðli að hægari öldrun ásamt almennri vellíðan. Ransóknir hafa sýnt að svefnleysi og/eða lélegar svefnvenjur geta haft alvarlegar heilsufars afleiðingar og hefur langtíma svefnleysi verið tengt við alvarlega sjúkdóma á borð við sykursýki, þunglyndi, ýmsa bólgusjúkdóma, hjartaáfall og heilablóðfall....
Hvað gerir Glútamín fyrir okkur?
Glútamín Glútamín eða L-Glutamine er amínósýra sem telur yfir 60% af öllum amínósýrum sem eru í vöðvunum. Í heimi íþóttafólks er glútamín í formi fæðubótaefnis hvað mest notað til að ná hraðari endurbata á milli æfinga/átaka. Því fyrr sem líkaminn nær að jafna sig eftir erfiðar æfingar er hægt að æfa meira. Við miklar æfingar eða ef líkaminn er undir miklu álagi, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt geta birgðir líkamans af glútamíni minnkað verulega. Hvað er það sem getur gerst ef birgðir líkamans af glútamíni minnka? Vöðvarýrnun á sér stað, því vöðvatrefjar innihalda mjög hátt hlutfall af glútamíni....
Ekki vera hrædd við að lyfta þungt!
Hver vill ekki vera með fallega tónaðan líkama, skorin en jafnframt kvennlegan. Lestu áfram og þú kemst að því hvernig þungar lyftur geta hjálpað þér að ná þeim árangri sem þú vilt! Að lyfta þungt gerir þig hvorki of stóra né karlmannlega í vextinum Síður en svo, hafir þú staðið í þeirri trú geturu huggað þig við það að þú ert ekki fyrsta konan í heiminum sem heldur það. Margir halda að besta leiðin til að verða fit sé að gera meira af brennsluæfingum (cardio), borða minna af mat, gera meira af léttum lyftum með auknum endurtekningum. Áður fyrr var...
7 ástæður þess að taka út áfengi í 30 daga
Þú kannast ef til vill við fólk sem kýs að lifa áfengislausu lífi, aðrir kjósa að taka það út tímabundið. Skoðum aðeins áhrifin þess að taka áfengi úr. 1. Þyngdartap Þegar þú nýtur þess að drekka glas af áfengi með góðum vinum er auðvelt að gleyma því hversu margar hitaeiningar leynast í aðeins einu glasi. Áfengi er lúmst hvað það varðar! Sagt er að eitt stórt glas af rauðvíni geti innihaldið sama magn af hitaeiningum og ein pizzusneið. Hvað þá svalandi suðrænn pinacolada kokteill við sundlaugarbakkan? Hann gæti allt eins innihaldið um 490 kal... Ef þú ert fyrir bjór getur...