7 ástæður þess að taka út áfengi í 30 daga

7 ástæður þess að taka út áfengi í 30 daga

Þú kannast ef til vill við fólk sem kýs að lifa áfengislausu lífi, aðrir kjósa að taka það út tímabundið. Skoðum aðeins áhrifin þess að taka áfengi úr.

1. Þyngdartap

Þegar þú nýtur þess að drekka glas af áfengi með góðum vinum er auðvelt að gleyma því hversu margar hitaeiningar leynast í aðeins einu glasi. Áfengi er lúmst hvað það varðar! Sagt er að eitt stórt glas af  rauðvíni geti innihaldið sama magn af hitaeiningum og ein pizzusneið. Hvað þá svalandi suðrænn pinacolada kokteill við sundlaugarbakkan? Hann gæti allt eins innihaldið um 490 kal... Ef þú ert fyrir bjór getur 1 dós innihaldið allt að 150 kaloríur, þessi fjöldi af hitaeiningum telur fljót ef þú ert að reyna að komast í gott form. Þess vegna er alkahól eitt það fyrst sem þú ættir að taka út ef markmið þitt er að léttast. 

2. Færri óholla máltíðir

Hvað er það sem fer venjulega með áfengi/drykkju? Jú matur.....Þegar þú fær þér drykk er mjög líklegt að það sé matur með og yfirleitt er hann í óhollari kantinum.  Samkvæmt rannsókn sem ber yfirskriftina á ensku Drinking and Non-Drinking Days hefur leitt það í ljós að alkahól getur haft mikil áhrif á matarinntöku fólks. Talið er að það sé vegna þess að alkahól hefur áhrif á skynfæri okkar. Lyktarskynið eykst - sem gerir okkur kleift að njóta matarinns meira en við gerum venjulega. Í skýrslu sem American Journal of Farmaceutology birti kom fram að karlmennmenn neyta allt að 433 kaloríum meira á þeim dögum sem þeir neyta áfengis, en konur um 300 kaloríur.

3. Heilbrigð lifur

Hversu oft hugsaru þú um heilbrigði lifrarinnar þinnar? sennilega ekki oft, ekki satt? Lifrin okkar er afar mikilvægt líffæri sem vert er að hugsa vel um, hún gegnir mikilvægu hlutverki í öllum efnaskiptum líkamans. Hún er aðalefnaskiptalíffæri líkamans og m.a breytir matnum í orku. Lifrin afeitrar efni eins og alkóhól, ef áfengi er neytt óhóflega eykst álagið verulega á lifrina. Það verður fjölgun á fitufrumum, sem geta valdið bólgum sem leiðir til lifrarsjúkdóma. Eitur og úrgangsefni safnast fyrir í líkamanum ef um lifrasjúkdóm er að ræða og getur það verið lífshættulegt. Með því að hætta að drekka áfengi geturu spornað við því. Þó að það virðist vera að konur séu í meiri áhættuhóp en karlar að fá lifrasjúkdóma þá er vert að vera á varðbergi. 

4. Betri svefn

 Margir eiga erfitt með að ná 7-8 tíma nætursvefni, áfengi eykur ekki líkur á góðum nætursvefni. Fjöldinn allur af ransóknum hafa verið gerðar á áhrifum alkahóls á svefn, algengurstu niðurstöðurnar eru þessar. Þó að áfengi hjálpi þér að sofna hraðar og dýpra, þá eru miklu meiri líkur á lélegri svefni, þó þú fáir þér aðeins lítið magn af áfengi fyrir nóttina, þá eykur það líkurnar á að þú biltir þér meira yfir nóttina og vaknir oftar. Fyrir utan það hvað áfengi þurrkar upp líkaman, þess vegna kemur þorstatilfiningin á morgnana. Áfengi getur einnig aukið hjartsláttinn og valdið nætursvita sem er óþægilegt. Þó þú haldir að þú þurfir ekki meiri svefn þá þá finnuru um leið að góður nætursvefn eykur orku og bætir geð, það er mikilvægt ef þú vilt ná árangri.

5. Þú sparar pening

Að neyta áfengis - sérstaklega ef þú hefur dýran smekk á því, getur haft áhrif á budduna. Ef þú tekur það saman hversu mikið þú eyðir á mánuð í áfengi, hvort sem þú ert heima, út í bæ, eða kaupir fyrir gesti og vini, getur upphæðin komið þér verulega á óvart. Að borða á veitingarstað í hverju hádegi eða kaupa sér kaffibolla eru venjur sem vel er hægt að sleppa og þannig spara pening um leið. Þetta er allt spurnig um þessar "litlu" venjur sem vel er hægt að taka til skoðunar og spá í. Ef þú tekur út áfengi í 30 daga bætiru ekki bara heilsuna heldur getur t.d keypt þér nýja skó fyrir peninginn sem þú hefðir annars eytt í áfengi.

6.Líflegri & fallegri húð.

Það er staðreynd - að með aldrinum missir húðin teygjanleikan sinn, verður slappari og þynnri. Við yngjumst ekki með tímanum en einfaldar lífsstíllsbreytingar geta auðveldlega bætt heildarútlit okkar og húð. Þessar breytingar fela t.d í sér að borða holla og næringaríka fæðu, fá góða hvíld, drekka meira vatn og.....já, þú giskaðir rétt.... taka allt áfengi út. Áfengi hefur verulega þurrkandi áhrif á húðina og getur þar af leiðiandi svipt hana mikilvægum vítamínum og steinefnum. Þannig að ef þú vilt ferskara og unglegra útlit ættiru að taka 30 daga án áfengis og sjáðu hvernig húðin þakkar þér.

7. Aukið sjálfsöryggi

Þessi ávinningur hefur eingöngu tilfiningalegt gildi - hugsaðu um það hvenær það var síðast sem þú settir þér lífsstílsmarkmið og þér tókst að standast það! Sú tilfining er vissulega góð. En það krefst gríðalegs aga að takast á við áskoranir, sérstaklega þær sem taka á daglega venjur okkar. Flestir gefast fljótt upp þegar freistingarnar eru allstaðar í kring. Samkvæmt rannsókn frá Scranton-háskóla er 92% fólks sem setur sér nýársmarkmið sem nær þeim ekki. Þannig að ef þú ert fær um að setja þér markmið að vera áfengislaus í 30 daga og ná því þá finnur þú heilsuna þína eflast til muna.