Casein prótein

casein, caseinprótein, fæðubótarefni, Leanbody, leanbody.is, prótein -

Casein prótein

Af hverju að nota Casein prótein??

Ef þú stundar mikla hreyfingu eða íþrótt sem krefst mikils álags veistu að matarræðið skiptir miklu máli, bæði hvað varðar árangur jafnt sem andlega og líkamlega vellíðan. Prótein spilar þar stóran þátt, mikilvægt er að fá prótein sem mest úr fæðunni. En gott er að taka það inn sem viðbót þegar æfingarnar eru miklar og álagið er farið að segja til sin.

Hvers vegna?

Jú, prótein byggir upp vöðvana, gerir þá stærri og sterkari, auk þess hraðar það endurbatanum á milli æfinga. Sem þýðir að þú getur æft meira og oftar og ert fljótari að jafna þig.

En þó að það sé mikilvægt að neyta próteins yfir daginn er það á nóttunni sem að mesti vöðvavöxturinn á sér stað og endurheimtin er mest. Eftir meira en átta tíma svefn getur líkaminn farið í vöntun á próteini sem þýðir að hann fer að brjóta niður og ganga á  vöðvavefinn. Þess vegna er mikilvægt að vita að prótein inntaka fyrir svefn getur hjálpað mikið til við endurheimt, vöðvastækkun & styrk. Margt afreksfólk í íþróttum hefur áttað sig mikilvægi þess að sjá vöðvunum fyrir nægu próteini meðan það sefur, þess vegna notar það Micellar Casein prótein.

Hvers vegna casein ?

Labrada 100% Premium Micellar Casein prótein er hágæða mjólkurprótein sem hefur hæglosandi virkni. Vegna einstakra samsettningar þess myndar það svokallað „hlaup“ í maganum þegar það blandast við magasýrurnar og frásogast því hægar.  Ef þú notar casein prótein fyrir svefn sérðu vöðvunum fyrir stöðugu flæði amínósýra yfir nóttina þannig nær líkaminn að byggja upp vöðvavef og gera við meðan þú sefur, svo einfalt er það.

Það skemmtilega við Casein próteinið er að það er hægt að nota það á svo margvíslegan hátt. Að sjálfsögðu er hægt að blanda það í vatn og drekka það. En einnig er hægt að búa sér til búðing eða ís sem kvöld snarl. Casein próteinið þolir hitun betur en t.d Whey prótein, þess vegna er upplagt að baka úr því próteinpönnukökur eða brauð.

 

Versla Casein prótein smella hér