Ekki vera hrædd við að lyfta þungt!

Ekki vera hrædd við að lyfta þungt!

Hver vill ekki vera með fallega tónaðan líkama, skorin en jafnframt kvennlegan. Lestu áfram og þú kemst að því hvernig þungar lyftur geta hjálpað þér að ná þeim árangri sem þú vilt!

Að lyfta þungt gerir þig hvorki of stóra né karlmannlega í vextinum 

Síður en svo, hafir þú staðið í þeirri trú geturu huggað þig við það að þú ert ekki fyrsta konan í heiminum sem heldur það. Margir halda að besta leiðin til að verða fit sé að gera meira af brennsluæfingum (cardio), borða minna af mat, gera meira af léttum lyftum með auknum endurtekningum. Áður fyrr var því hreinlega haldið fram að ef kona myndi lyfta þungt líkt og karlmenn gerðu, myndi hún líta út einsog karl. Það var ekki það sem konur leituðust eftir við að stunda líkamsrækt Þess vegna var sú kynslóð af konum sem stunduðu líkamsrækt áður fyr fastar í að lyfta þeirri þyngt sem þær réðu auðveldlega við með ca 10-15 endurtekningum.

Í dag hefur annað komið í ljós, hið gagnstæða er sú leið sem er ákjósaleg til að ná meiri árangri. Það er mikill ávinningur af því að lyfta þungt, bæði líkamlega og andlega. Við skulum skoða hvers vegna þú ættir að einbeita þér að þyngri lyftum, í stað þess að óttast það.

Efnaskiptin þín...

Að hanga á hlaupabrettinu hjálpar þér vissulega að brenna fitu og hitaeiningum en það sem gerist þegar þú kemur heim er það sem skiptir máli. Að leggjast fyrir framan sjónavarpið eftir brennsluæfingu er ekki að fara halda efnaskiptunum gangandi. Hins vegar ef þú hefðir tekið þunga lyftingar æfingu hefði ávinningurinn verið miklu meir. Hvers vegna? Jú...ef þú skorar á vöðvana með miklu álagi heldur þú áfram að brenna fitu í nokkar klukkutíma á eftir, það gerist ekki með brennsluæfingum. Því meira sem þú reynir á vöðvana á æfingunni því meiri verður eftirbrennslan. Með þungum æfingum brennir þú hitaeiningum á meðan þú æfir og lengi á eftir.

Markmiðið þitt er ef til vill að passa í gömlu fötin þín.... en viltu ekki líta vel út í þeim líka? Að brenna hitaeiningum á stigavélinni getur vissulega hjálpað þér að líta vel út í kjólnum. En æfingar eins og þungar hnébeygjur og réttstöðulyftur gefa þér fallegri línur og fylltari vöðva. Það á líka við um efripart líkamans. Granna handleggi er auðvelt að fá með góðu matarræði og brennsluæfingum. En að taka  þungar axlapressur og æfingar fyrir hendurnar færðu tónaðari línur og fallegri vöðva. Að vera með fallega og fyllta vöðva er alveg jafn aðlagandi einsog grannir og mjóir ef ekki meira... 

Ein aðal ástæða þess að konur eru hræddar við að lyfta þungt er sú að þær hræðast það að verða of massaðar og fá þannig karlmannlegri vöxt. En það er ekki þyngdin á lóðunum sem gerir það að verkum, heldur inntakan á hitaeiningum. Karlmenn lyfta þungt til að safna kjöti en þeir eru líka mjög sennilega að borða tvöfalt magn af hitaeininum á við konur. Ef matarræðið þitt er hreint og ekki of hitaeiningaríkt muntu sjá árangur fljótt með því að lyfta lóðum. Árangurinn verður sá að þú styrkist og færð fallega tónaða vöðva. Að lyfta þungt getur verið góð leið til að halda líkamanum fallega mótuðum.

Sjálfsöryggi er lykillinn!

Ímyndum okkur konu sem gengur inn í sal, fullan af fólki. Allir líta við, er það vegna þess hversu glæsileg eða framúrskarandi hún er ? Gæti verið, hugsanlega. Eða er það vegna þess að henni líður vel í eigin skinni ? líklega er það frekar ástæðan.

Sjálfsöryggi er það besta sem kona getur klæðst, en því miður reynist það mörgum konum erfitt þó að innst inn vitum við allar hversu aðlaðandi það er að sjá konu sem geisla af ánægju og hamingju í eigin skinni. Sjálfstraust eflist neflilega með bættum árangri, eitthvað sem þú yfirstígur sem þú taldir þig ekki geta áður eflir sjálfstraustið þitt meir en þig grunar. Með því að lyfta þungu geturu upplifað sigurtilfiningu í hvert skipti sem þú bætir eigið met, þannig stuðlaru að bættri sjálfsmynd. Til dæmis getur þú æft þig með að auka fjölda af endurtekningum við æfinguna, reynt að bæta persónulegt met eða bætt við einu setti í hnébeyjunni. Hvaða aðferð sem þú notar þá getur þú sannað þig fyrir sjálfri þér aftur og aftur. Að lyfta létt og gera tonn af endurtekningum mun ekki skila þér sömu tilfiningu. Með þessu aukna sjálfstrausti verður þú konan sem allir taka eftir þegar þú gengur inn í salinn..

Hvort sem þú heldur að lyfta þungt henti þínum lífsstíl eða ekki, þá er augljóst að þungar lyftur hafa fleiri kosti en galla. Hver vill ekki aukið sjálfstraust, brenna fitu lengur og hafa fallega tónaðan líkama í uppáhalds kjólnum sínum?

Njóttu árángur erfiðisins við að lyfta þungt, því hvert skref í rétta átt er persónulegur sigur sem stuðlar að bættu sjálfsöryggi.