Góður og reglulegur svefn er afar mikilvægur, bæði fyrir líkamlega og ekki síður andlega heilsu. Þegar við sofum hvílist líkaminn og endurbætir sig. Taugakerfið endurnærist og líkaminn framleiðir vaxtarhormón. Framleiðsla vaxtarhormónsins er afar mikilvæg fyrir heilbrigða líkamsstarfemi, sérstaklega fyrir börn og unglinga því þau stýra vexti, en hraða endurnýjun frumna hjá þeim sem eldri eru. Má því segja að góður svefn stuðli að hægari öldrun ásamt almennri vellíðan.
Ransóknir hafa sýnt að svefnleysi og/eða lélegar svefnvenjur geta haft alvarlegar heilsufars afleiðingar og hefur langtíma svefnleysi verið tengt við alvarlega sjúkdóma á borð við sykursýki, þunglyndi, ýmsa bólgusjúkdóma, hjartaáfall og heilablóðfall. Einnig er mikilvægt að vita að slæmar svefnvenjur hafa veruleg áhrif á virkni leptín og ghrelín sem eru þau hormón sem stjórna orkunotkun og matarlyst. Ef þessi hormón eru í ójafnvægi getur það leitt til aukinnar matarlystar sem veldur því að við neytum fleirri hitaeiningar yfir daginn. Það getur einfaldlega þýtt… Þyngdaraukning!
Segja má að góður og reglulegur svefn sé álíka mikilvægur og hollt matarræði og hreyfing
Hér koma nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að huga vel að svefninum þínum. Slæmar svefnvenjur geta leitt til þyngdaraukningar.
Góður svefn getur aukið afkastagetu og einbeitingu
Svefn hefur áhrif á efnaskipti glúkósa og hættuna á sykursýki 2.
Góður svefn getur hámarkað árangur í íþróttum
Svefn bætir og styrkir ónæmiskerfið
Þunglyndi og aukin depurð tengist lélegum svefni
Aukin bólgumyndun tengist lélegum svefni
Góður svefn hefur jákvæð áhrif á tilfiningar og samskipti við annað fólk.
Að lokum hvetjum við þig til að leiða hugan að þínum svefnvenjum því góður nætursvefn er ein af lykilatriðum góðrar heilsu.