Hvað gerir Glútamín fyrir okkur?

Hvað gerir Glútamín fyrir okkur?

Glútamín

Glútamín eða L-Glutamine er amínósýra sem telur yfir 60% af öllum amínósýrum sem eru í vöðvunum. Í heimi íþóttafólks er glútamín í formi fæðubótaefnis hvað mest notað til að ná hraðari endurbata á milli æfinga/átaka. Því fyrr sem líkaminn nær að jafna sig eftir erfiðar æfingar er hægt að æfa meira. Við miklar æfingar eða ef líkaminn er undir miklu álagi, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt geta birgðir líkamans af glútamíni minnkað verulega. 

Hvað er það sem getur gerst ef birgðir líkamans af glútamíni minnka?

Vöðvarýrnun á sér stað, því vöðvatrefjar innihalda mjög hátt hlutfall af glútamíni. Með inntöku á Glútamíni er hægt að varna vöðvaniðurbroti verulega og þarf af leiðandi auka próteinuppbyggingu & orkubirgðir líkamans verulega í vöðvum.  Ónæmiskerfið veikist ef vöntun er á glútamíni í líkaman. Sýnt hefur verið fram á að glútamín örvar lymphocytes, ohagocytes og mótefnið IgA sem heldur skaðlegum bakteríum í skefjum. Vefir líkamans brotna niður ef glútamínbirgðir líkamans eru litlar, við milka streitu eða áföll raskast jafnan efnaskipti líkamans. Þess vegna er mikilvægt að taka inn glútamín ef líkaminn er undir álagi, meiðslum eða streitu. Ef heilanum skortir glútamín getur vitsmunaleg geta okkar & skerpa  minnkað. Glútamín umbreytist auðveldlega í glútamic sýru í heilanum sem hefur góð áhrif á fókus og einbeitingu sé hún til staðar. Um leið slær hún á þörf fyrir orkugjafa eins og einföld kolvetni eða sykur. 

Fólki með magasár eða meltingarvandamál er oft ráðlagt að taka inn glútamín, vegna þess hve græðandi eiginleka það hefur. Glútamín hefur góð áhrif á endurnýjun slímhúðar í þörmum og meltingarvegi, hindrar bólgumyndun & þéttir ristilinn sem gerir það að verkum að minni hætta er á að stórar sameindir fari út í blóðið og valdi okkur óþægindum og ofnæmum.  

Glútamín er vissulega hægt að fá úr fæðunni og finnst það aðalega í próteinríkum matvælum eins og kjöti, baunum og mjólkurafurðum. En við mælum með að taka það inn ef eitthvað að ofantöldu gæti átt við.

Ef þú ákveður að taka inn Glútamín í formi fæðubótaefnis, vertu þá viss um að sú vara sem þú velur sé Fermented, því þá veistu að um hágæða vöru er að ræða.

Glútamínið frá Leanbody er hágæða 100% hreint L-Glutamín sem er FERMENTED, það þýðir að það er gerjað á náttúrulegan hátt. Glútamín er hvít, bragðlaust duft sem er oftast blandað í próteinshake og drukkið strax eftir æfingu eða blandað út í vatn. Ef það eru einhverjar spurningar varðandi þessa vörur erum við meira en glöð að svara þeim. Hægt er að senda okkur email, eða skilaboð á facebook.

leanbody@leanbody.is  Facebook: Leanbody.is

Massa kveðja 

Leanbody