Pro Dessert með súkkulaði - uppskrift

bragð, casein, caseinprótein, Dessert, eftirréttur, fæðubótarefni, heilsa, Leanbody, leanbody.is, prótein, uppskrift -

Pro Dessert með súkkulaði - uppskrift

Pro Dessert með súkkulaði

Ljúffengur súkkulaði búðingur með engu samviskubiti !

Ótrúlega bragðgóður súkkulaði búðingur sem er fullkominn
þegar þér langar í eitthvað sætt án þess að fá
nokkuð samviskubit yfir því. Það er fljótlegt að útbúa
einfaldan og próteinríkan eftirrétt sem getur
ekki klikkað.

Macros
Hitaeiningar 267 kcal
Fita 13 gr
Kolvetni 12 gr
Prótein 28 gr

Innihald
35 gr Pro Dessert með súkkulaði bragði
150 ml vatn
25 gr þeyttur rjómi
30 gr fersk jarðaber
11 gr Skinny súkkulaði dropar
7 gr Sweet Nothings súkkulaði og karamellu síróp

 

Aðferð

1. Vigtið 35 gr af Pro Dessert duftinu í skál
2. Bætið við 150 ml af vatni og hrærið vel með písk
3. Skerið jarðaberin á meðan þið leyfið búðingnum að standa í nokkrar mínútur í þeirri
skál sem þið ætlið að bera hann fram í
4. Þeytið rjóma og setjið væna matskeið ofan á búðinginn
5. Setjið jarðaberin, súkkulaði dropana og sírópið yfir búðinginn
6. Njótið!

 

Um að gera að leika sér með hvað er sett ofan á búðinginn út frá því hvað þér langar í
að hverju sinni eða hvað hentar þínum macros fyrir daginn. Endilega deildu með okkur
ef þú prófar og taggaðu okkur í instagram story @leanbodyiceland.

Sjá úrval í vefverslun undir ”nammiland” með því að smella *hér*.

 

Höf: Alexander Laufdal Lund