Ljúffengur X50, hindberja, vanillu, kókos & chia búðingur

Ljúffengur X50, hindberja, vanillu, kókos & chia búðingur

Þú munt elska þennan frábæra og holla búðing. Sem er samansettur úr hollu hráefni sem er m.a vegan, glútein frítt og lágt í hitaeiningum.

Frábært  millimál eða sem eftirréttur. 
Grænt te X50, hindber, vanilla, kókos og Chia fræ gera þennan búðing háan í omega 3 fitusýrum og próteinríkan.

Innihaldsefni

  • ½ bolli  möndlur (verða að liggja í bleyti í að minnsta kosti 5 klukkustundir)

  • 2 bollar af vatni 

  • 1 bolli af ferskum hindberjum (frosin hindber eru einnig hentug)

  • 1 bréf af  X50 te-i með hindberjabragði  (náttúrulegur orkudrykkur)

  • ¼ bolli af light agave 

  • 1 msk af mjúkri, kókosolíu

  • 1 msk vanillu þykkni

  • Smá af salti

  • ¼ bolli af Chia fræ

Aðferð: Setjið möndlurnar í bleyti í minnsta kosti 5 klst. Þegar það er búið er best að setja vatnið, græna te-ið X50, agave, vanilluþykknið, kókosolíuna og salti í blandara og mixið þar til það verður fljótandi. Næst er að þenja blönduna í gegnum fínt sigti þar sem eftir verður er bragðgóð og ljúffeng hindberja bragðbætt möndlumjólk. Hellið chia fræjum saman við í skál hrærið örlítið og látið standa yfir nótt. Bætið við hindberjum, kókosflögum og nokkrum hökkuðum möndlum áður en hann er borin á borð. Svo eru kakó nibs tilvalið ofan á líkan, einnig er tilvalið að bæta við handfylli af höfrum. Þá ert þú komin með hollan, næringaríkan og orku mikinn morgunverð.