Kreatín fræðsla
Af hverju ættir þú að taka Kreatín daglega?
Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefni sem finnst á markaðnum í dag.
Því má segja að það sé búið að skoða allt milli himins og jarðar hvað varðar bæði efnið sjálft og inntöku þess.
Við ætlum að fara aðeins yfir helstu staðreyndirnar og niðurstöður rannsókna. Kreatín er að finna í ýmsum fæðutegundum svo sem rauðu kjöti, fiski og mjólk. Einnig framleiðir líkaminn sjálfur kreatín. Þrátt fyrir það þá nær það yfirleitt ekki ráðlögðum dagsskammti.
Kreatín er hægt að taka aukalega sem fæðubótarefni í allskonar formi s.s. í
duftformi (með og án bragðefna), töflu- og hylkjaformi, sem aukaefni í ákveðnum drykkjum, próteindufti- og öðrum fæðubótarefnum í duftformi og jafnvel í prótein stykkjum!
En af hverju ættir þú að taka kreatín daglega? Creatine Monohydrate, eða á íslensku kreatín einhýdrat, hefur verið marg rannsakað og í grunninn sýna niðurstöður fram á það að flest allir ættu að taka kreatín daglega. Það sem fólk veit almennt um efnið er að kreatín eykur hreinan vöðvamassa og kemur í veg fyrir rýrnun á vöðvum, það endurhleður vöðvana hraðar, eykur frammistöðu, þol og úthald á æfingum og eykur vökva sem berst til frumna og vöðva.
Það sem færri vita að rannsóknir hafa sýnt fram á er að kreatín getur stuðlað að betri heilastarfsemi þ.á.m. hjá þeim sem eru 60 ára og eldri! Það getur aukið greindarvísitölu (e. IQ), skammtímaminni og rökhugsun.
Í rannsókn sem var gerð, og niðurstöður birtar árið 2003, kom í ljós að kreatín hafi verið prófað með góðum árangri við meðferð á taugasjúkdómum, tauga- og
vöðvasjúkdómum og æðakölkunar sjúkdómum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að það sé öruggt fyrir lang flesta að taka kreatín að staðaldri en þó er æskilegt að leita læknisráða ef um er að ræða; óléttan einstakling, einstakling með barn á brjósti, sykursýki, nýrnasjúkdóm eða lifrarsjúkdóm.
Notkun: Við mælum með að ráðlögðum dagskammti á umbúðum fylgt en það eru yfirleitt 3-5 gr á dag (30mg/kg).
Finna má Kreatín frá nokkrum mismunandi framleiðendum, og í mismunandi formi, á vefsíðunni okkar þar.
Þar er hægt að sjá nánari upplýsingar um hverja vöru fyrir sig en einnig er velkomið að kíkja á okkur í versluninni í Glæsibæ og fá ráðgjöf hjá starfsfólki! Smelltu hér til að skoða
Höf: Alexander Laufdal Lund