Í átt að settu marki....

árangur, heilsa, markmið, markmiðasetning, vellíðan -

Í átt að settu marki....

Það getur hver sem er sett sér markmið, en að ná þeim getur verið dálítið annað....

Vissir þú að meira en 25%  fólks sem setur sér markmið í byrjun árs fellur í fyrstu vikunni ? Og meira en helmingur allra sem setja sér markmið fyrir allt árið í byrjun janúar fellur innan 6 mánaða.

 Hvað er það sem fær fólk til að ná settum markmiðum? Hvernig er hægt að auka líkurnar á að vera innan þessa hóps af fólki sem raunverulega nær árangri? Hvað er það sem þessi minnihluti fólks sem setur sér markmið og raunverulega nær þeim hefur hugsanlega sameiginlegt.

Hér koma nokkur ráð sem þú getur nýtt þér til að auka líkurnar á því að þú náir þeim markmiðum sem þú setur þér

 1. Skrifaðu það niður.

Hljómar mjög einfalt, ekki satt?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef við skrifum markmið okkar niður á blað og sjáum þau í eigin orðum, erum við 5 sinnum líklegri til að standa við þau.

Þannig að, til að auka líkurnar á að halda markmiði þínu mælum við með að skrifa það niður.

Hér er dæmi: Segjum að þú viljir auka vatnsdrykkjuna þínum um 2L á dag og ætlir að hreyfa þig a.m.k. hálftíma 3var í viku. Til að ná þessu markmiði skaltu skrifa það fyrst niður og hvernig þú ætlar að gera það. Með því sýnir þú alvöru skuldbindingu við sjálfan þig, líkt og þú sért að skrifa samning sem þú vilt standa við. Þannig ert þú mun líklegri til að ná markmiðinu.

 2. Treystu ferlinu.

Margir gefast upp of fljótt, kannski vegna þess að það hefur ekki tekist áður að ná settu markmiði. Eða fólk telur sér trú um að það nái því ekki því það á sér ekki sögum um að hafa náð  X árangri á ákveðnum tíma og veit því ekki hvað er raunhæft og hvað ekki. Segjum sem svo að þú borðir mjög holt í tvær vikur og æfir af krafti, eftir þessar tvær vikur sérðu ekki þann árangur sem þú bjóst við að fá og þú gefst því upp.  En ef þú setur þér raunhæf markmið með raunhæfri tímasetningu og ert þolinmóð/ur munt þú ná árangri. Þannig að... gefðu þessu tíma, þetta er langhlaup ekki spretthlaup, treystu ferlinu.

 Image result for believe and trust yourself

3. Settu þér vikumarkmið, ekki markmið fyrir mánuðinn.

Ein algengasta ástæða þess að fólk nær ekki að standa við sett markmið er að það setur sér raunhæf markmið innan óraunhæfs tímaramma.

Segjum sem svo að þú setur þér markmið að mæta í ræktina 20 daga á næstu 30 dögum.... Svo gerist lífið og þú nærð ekki að standa við það sem þú vast búin/n að ákveða. Hvað gerist þá?... jú það verður svekkelsi, vonbrigði yfir því að hafa ekki getað staðið við það sem var búið að ákveða. Niðurrif gæti mögulega fylgt í framhaldi. Þess vegna mælum við með að setja sér markmið fyrir vikuna, það eykur líkurnar á að þú náir þeim vegna þess að það er viðráðanlegra. Í byrjun hverjar viku er gott að spyrja sjálfan sig, hvað vil ég áorka í þessa viku.

Dæmi: Hvaða þrjá hluti vil ég gera eða vera búin með í vikulok. Ef þér tekst að standa við það sem þú setur þér skaltu gefa þér klapp á bakið, hrós eða verðlauna þig með eitthvað sem heldur þér við efnið. Endurtaktu þetta viku fyrir viku og þú munt sjá árangurinn. Að setja sér markmið innan raunhæfs tímaramma mun hjálpa þér að standa við þau, svo einfalt er það.

 4. Haltu þig við þrjú atriði.

 Veldu þrjá hluti sem þú getur gert í þessari viku til að ná árangri í átt að stærri markmiði og gerðu aðeins þessi þrjú atriði! Önnur algeng ástæða þess að fólk nær ekki markmiðunum sem það setur sér er sú að það miklar þau fyrir sér. Að halda sig við aðeins þrjá hluti í vikunni hjálpa þér að forðast það að lenda í þessari gildru.

Dæmi: Segjum að þú setjir þér markmið að ganga 3 km þrisvar sinnum í þessari viku, borða alltaf morgunmat og drekka 2-3L af vatni á dag. Ef þú getur staðið við þetta í eina viku munt þú sjá árangur. Þegar þú getur gert þetta í 2-3 vikur getur þú bætt við markmiðið..... ekki fyrr. 

5. Ekki vigta þig.

Kílóa talan á vigtinni segir ekkert til um árangur - svo einfalt er það!

Það er auðvelt að láta blekkjast með að taka mark á tölunni á vigtinni. Vigtin getur ekki sagt þér hlutfall af líkamsfitu eða hvort þú hefur bætt á þig vöðvamassa. Vöðvar eru mun þyngri en fita, ekki gleyma því.. Einnig er mjög mismunandi eftir dögum og tímum dagsins hvort við höfum safnað á okkur vökva/bjúg.  Taktu frekar mynd af þér eða fáðu einhvern til að gera það fyrir þig.  Að bera saman fyrir og eftir myndir gefur þér miklu meiri sýn á þeim árangri sem þú hefur náð. Einnig er sniðugt að ummálsmæla sig sjálf/ur eða fara í mælingu til þjálfara. Forðastu að stíga á vigtina, það mun bara valda þér vanlíðan ef tala birtist sem þú vilt ekki sjá, reyndu að komast hjá öllu sem gæti hugsanlega dregið þig niður andlega eða látið þig missa móðinn. Best er að mæla sig alltaf á sama tíma dags. 

Image result for measurement body

6. Settu þér markmið sem þú getur staðið við.

Eins og áður hefur komið fram er mikilvægt að þú byrjir á að velja þrjú atriði sem þú setur þér fyrir sem markmið vikunnar. Haltu þig við þessa 3 hluti og hafðu þá viðráðanlega. Ef þú nærð einungis einu atriði af þessum þrem er mikilvægt að byrja aftur upp á nýtt þar til þú hefur náð að klára öll þrjú. Lykillinn af velgengi er að fókusa á það sem þú hefur sett þér fyrir og vera samkvæmur sjálfum sér. Gott er að hugsa um það hvernig manneskja þú vilt vera, viltu vera heiðarleg/ur við aðra. Ef svo er mundu þá að vera það líka við sjálfan þig. Þegar við setjum okkur markmið og náum því ekki er algengt að við förum í niðurrif á okkur sjálf. Við náðum ekki eða brutum samning sem við höfðum gert við okkur sjálf. Þess vegna er mikilvægt að skrifa niður markmiðin líkt og þú sért að gera samning.

 7. Hugsaðu um daginn í dag.

Ekki hugsa of langt fram í tíman, hvernig er næsta vika, mánuður eða jafnvel sumarið. Reyndu frekar að taka einn dag í einu og hugsa um hann.  Leiddu hugan frekar að næstu máltíð, hvað get ég borðað í hádeginu sem hjálpar mér að halda mér við efnið. Skrifaðu niður vikuleg markmið, notaðu 10 mín á kvöldin áður en þú ferð að sofa til að sjá fyrir þér daginn á morgun. Dæmi: Klukkan hvað ætla ég að taka æfingu eða stunda þá hreyfingu sem hentar mér? Hvernig ætla ég að hátta mataræðinu mínu? Sjáðu fyrir þér morgundaginn, ekki hugsa um næstu daga endilega. Þannig nærðu að einbeita þér að hverjum degi fyrir sig með því að sjá hann fyrir þér og verður mun líklegri til að halda plani.

 Image result for one day at a time

Gangi þér vel - Agnes