Seinasta Íslandsmestaramótið í enduro fór fram á laugardaginn 14 sept. í Bolöldu í nýrri og æðislegri braut.
Þar sigraði Ármann Örn sinn flokk og var annar over all.
Þar með varð hann Íslandsmeistari í 30-39 flokknum með fullt hús stiga og í öðru sæti over all eftir tímabilið.
Seinasta umferðin í sandspyrnu var færð yfir á sunnudag með litlum fyrirvara. Þar gekk allt eins og í lygasögu og sigraði hann vélsleðaflokkinn, 1cyl hjólaflokkinn, 2cyl hjólaflokkinn og allt flokkinn
Svona lítur Árið 2024 út hjá okkar manni
Íslandsmeistari Snocross 35+
Íslandsmeistari Enduro 30-39
Íslandsmeistari Sandspyrna vélsleðar
Íslandsmeistari Sandspyrna 1cyl hjól
Annar til Íslandsmeistara Enduro over all
Aðspurnður segir Ármann að nú fái háskólinn alla hans athygli í vetur og svo aðgerð á hné í byrjun Október og endurhæfing eftir það
Þess má geta að Ármann Örn notar vörur frá Leanbody til að hámarka sinn árangur og endurbata. TORQ vörurnar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum.