McDavid ökklahlífin er lang mest notaða hlífin í NBA og háskólakörfubolta í Bandaríkjunum. Notuð af leikmönnum á borð við Stephen Curry, Kobe Bryant heitnum og fleiri. Hún er einnig vinsæl meðal handboltamanna en til dæmis nota Karabatic bræður þessa hlíf reglulega.
Hlífin er reimuð og framleidd úr slitsterku efni til að veita hámarks stuðning með tungu úr tæknilegu mesh efni til að veita öndun. Öflugir strappar eru svo bæði innan og utanvert sem veita aukinn stöðugleika ásamt strappa að ofan sem eykur stuðninginn og heldur hinum ströppunum örugglega á sínum stað. Hönnunin líkir eftir því hvernig ökklinn er teipaður.
Þessi hlíf hefur verið mikið notuð í rannsóknir á ökklameiðslum og hefur verið sýnt fram á þrisvar sinnum minni líkum á ökklameiðslum með 195 hlífina en án hennar.
Ein hlíf í pakka sem passar bæði á hægri og vinstri fót.
Ekki setja í þvottavél, eingöngu handþvottur.