Skilmálar

Skilgreining og lagaskilmálar

Seljandi er Fitness verslun ehf, kt. 630114-0470, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Fitness verslunar, www.leanbody.is.

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefverslun leanbody.is . Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikumlög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

Pantanir

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæðinu leanbody.is telst hún bindandi milli aðila. Seljandi sendir kaupanda pöntunarstaðfes­tingu um leið og pöntun er skráð að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Kaupandi er hvattur til að kanna sérstaklega hvort pöntunarstaðfesting er berst honum frá seljanda er í samræmi við pöntun hans.

Þegar kaupandi velur að sækja vöru til Leanbody er líftími viðkomandi pöntunar 3 dagar. Að þremur dögum liðnum fellur pöntunin úr gildi.

Vöru upplýsingar

Upplýsingar um vörur eru settar fram eftir bestu vitund seljanda hverju sinni. Í framsetningu upplýsinga gerir seljandi fyrirvara um bilanir, birtingar- og/eða innsláttarvillur í myndum og texta.

Sé vara uppseld áskilur Leanbody sér rétt til að fella niður pöntun kaupanda að hluta til eða í heild. Kaupanda er ávallt tilkynnt um slíkar ákvarðanir og honum boðið að breyta pöntuninni eða samþykkja niðurfellingu hennar.

Skila og endurgreiðslu­réttur

Skilafrestur er 30 dagar, þ.e. hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum leanbody.is hefur hann 30 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum móttakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með ef endurgreiðsla á að eiga sér stað.

Ef um vöru á útsölu er að ræða fellur þó allur skilaréttur niður. Gjöfum með skilamiða er hægt að skila gegn inneign hjá Leanbody. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöru aftur. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfes­tingu.

Verðlagning

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Það verð gildir er fram kemur á pöntunarstaðfes­tingu kaupanda hverju sinni.

Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald o.s.frv.

Greiðslufyrirkomulag

Kaupandi getur innt af hendi greiðslu með greiðslukorti, bankamillifærslu, Netgíró, raðgreiðslusamningi eða skuldfærslu á viðskiptareikning. Þegar kaupandi velur að greiða vöruna með greiðslukorti eða skuldfærslu er upphæð skuldfærð þegar varan er afgreidd af lager Leanbody. Ef greiðsla berst ekki áskilur seljandi sér rétt til að fella niður pöntunina án frekari tilkynninga. Velji kaupandi að greiða með bankamillifærslu eru vörur teknar frá þar til greiðsla berst til seljanda. Vörur eru geymdar á lager í 3 daga með tilliti til stórhátíðardaga. Ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun felld niður án frekari tilkynninga.

Afhending

Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1–3 daga frá því pöntun er móttekin. Tekið er fram á pöntunarstaðfes­tingu hvenær kaupandi má búast við afhendingu miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir aðeins vörur innanlands.

Verði seinkun á afhendingu vörunnar mun seljandi senda kaupanda tilkynningu með upplýsingum um hvenær unnt verði að afhenda vöruna.

Móttaka vöru

Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð og í samræmi við pöntunarstaðfes­tingu og vörulýsingu. Þá skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni tilkomnar vegna flutnings.

Viðskiptavinur hefur 30 daga til að ganga úr skugga um að vara sé óskemmd vegna flutnings.

Gallamál

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgð

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup.

Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfes­tingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur einnig úr gildi ef bilun má rekja til slæmrar meðferðar á vörunni.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðlilegra tímamarka.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Persónu up­plýsingar

Leanbody ehf meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu leanbody.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang.

Viðskiptavinur samþykkir sérstaklega að öll símtöl sem eiga sér stað milli starfsmanna Leanbody ehf og viðskiptavinar kunni að verða hljóðrituð, án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, í þeim tilgangi að varðveita heimildir um samskipti milli aðila. Upptökur fara fram samkvæmt heimild í 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003.

Viðskiptavinur samþykkir að Leanbody ehf megi nota slíkar hljóðritanir í dómsmáli, m.a. gegn viðskiptavini. Leanbody ehf bera enga ábyrgð á því ef símtal hefur ekki verið hljóðritað, enda ábyrgist Leanbody ehf ekki að öll símtöl séu hljóðrituð.

Leanbody áskilur sér því rétt til að senda viðskiptavini markpóst með tölvupósti. Viðskiptavinur getur þó frábeðið sér þessa þjónustu.

Eignarréttur

Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Eignarréttur seljanda helst þar til fullnaðargreiðsla hefur borist þrátt fyrir að um reikningsviðskipti eða annað lánaform sé að ræða.

Höfundarréttur og vörumerki.

Allt efni á vefsvæði Leanbody ehf, leanbody.is, er eign Leanbody ehf eða samstarfsaðila sem auglýsa og selja vörur sínar á fyrrgreindum vefsíðum.

Leanbody.is er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.

Lögsaga og varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun skilmála þessara, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

 Annað almennt

Leanbody ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, og breyta verði eða hætta að bjóða upp á vöru eða þjónustu fyrirvaralaust. Verði seljandi fyrir óviðráðanlegu ytri atviki (force majeure), svo sem eldgosi, jarðskjálfta, verkfalli eða þess um líkt, er seljanda heimilt að frest efndum sínum eða falla frá kaupunum.

Leanbody ehf áskilja sér rétt til að afgreiða ekki pantanir sem greiddar eru að hluta eða öllu leyti með inneignarkóða telji Leanbody ehf að kaupandi sé að fara á svig við eðlilega notkun á þeim inneignarkóðum sem Leanbody ehf hefur gefið út.