Nafn: Ingbjörg Óladóttir

Aldur:  32

Hæð: 175

Þyngd: Á niðurleið

Ferill í minni grein:

Stundaði sund og körfubolta sem barn. Ég stundaði kraftlyftingar af viti í 3 ár frá 2007-2009 og á þeim tíma setti ég heimsmet í réttstöðu í mínum þyngdarflokki árið 2008 hjá heimssambandi WPF, og var einnig Evrópumeistari á því móti í kraftlyftingum.

Einnig setti ég  Evrópumet í réttstöðu árið 2009 hjá heimssambandi WPC og varð Evrópumeistari í kraftlyftingum og á því móti tók ég  og á enn í dag þyngstu hnébeygju kvenna hér á Íslandi,  sem er 205kg.

Á þessum tíma vann ég einnig íslandmeistaratitil í kraftlyftingum á unglingamóti hjá KRAFT 2007 og í opnum flokki hjá ÍKF METAL 2008.

Tók mér svo frí í tvær barneignir með stuttu millibili ásamt einu bílslysi.

Keppti á bikarmótinu hjá KRAFT 2013 og vann  minn flokk þar.

Árið 2015 tók ég þátt í mínu fyrsta aflraunamóti  eða Sterkustu konu Ísland 2015 ég lenti í 3 sæti í tveimur greinum á því móti af 14 konum en endaði í 6 sæti. Tók þátt í Íslandsmeistaramóti í Drumbalyftu 2015 og átti þar íslandsmet í nokkrar mínutur en endaði í 2 sæti, Stálkonan var sumarið 2016 og varð þar í 2 sæti eftir harða baráttu. Sterkasta kona Íslands 2016 endaði stórkostlega þar sem ég vann opinn flokk eftir harða baráttu og með íslandsmet í drumbalyftu eða 75kg og fór langt fram úr mínum væntingum ????

Af hverju LeanBody:

Ótrúlega bragðgóðar og öflugar vörur á góðu verði sem henta mér við æfingar og dagleg störf.

Stefna/markmið:

Markmiðið er að komast á  Arnold Amateur.

Hvað er þitt uppáhalds fæðubótarefni/vara:

Klárlega próteinið LEANPRO WHEY með súkkulaði útí kaffið á morgnana með kókosolíu, umm,,,, hlakka alltaf til að fá mér þann drykk ???? og ekki má gleyma Fat burner-inn en hann hefur sko bjargað mér oft. Mæli líka með Elasti Joint en það er að hjálpa mér til með stífa, þreytta og verkjaða liði og vöðvafestur.

Uppáhalds æfing:

Klárlega hnébeygjan því hún tekur á svo mörgum vöðvum líkamans og maður fær svo flottann rass og jú mér finnst drumbalyftan skemmtileg líka.

Mottó:

AÐ HAFA TRÚ Á SJÁLFUM SÉR

Einnig notast ég oft við,

Að ef eitthvað klikkar „að gera bara betur næst“

„finna lausnir en ekki vandamál,“